Sjónarhóll Elínborgar
í biskupskjöri
Ég vil…
hlúa að einingu og friði í vegferð kirkjunnar og samstöðu kirkjufólks um að halda fram kristnum lífsgildum af þrótti í samfélaginu.
ganga til góðs með söfnuðum, próföstum og öðru trúnaðarfólki þjóðkirkjunnar þannig að tengslin á samleiðinni verði náin.
efla vandaða stjórnsýslu og faglega leiðsögn í biskupsþjónustunni svo allt starfsfólk skynji réttláta og sanngjarna stjórnun.
styrkja stöðu safnaðanna, m.a. með því að ganga eftir því að sóknargjaldalögin verði fest í sessi og fjárhagur safnaðanna verði þar með treystur.
rækta samfylgd við vígða þjóna vítt og breitt um landið, uppörva þá og hvetja svo þeir styrkist í þeirri köllun sinni að sinna kærleiksþjónustu og boða fagnaðarerindið.
stuðla að fjölbreytni í trúariðkun innan þjóðkirkjunnar og sveigjanleika þannig að kirkjan mæti þörfum ólíkra hópa og kröfum nútímans í formi og tímasetningum.
að þjóðkirkjan standi með lítilmagnanum eins og Jesús ætlaðist til og hlúi að „útlendingnum, ekkjunni og munaðarleysingjanum“ eins og biblían boðar.
ydda áherslur og nálgun í samskiptum þjóðkirkjunnar við samfélagið í því skyni að koma erindi hennar á framfæri.
auka hlut fræðslu og kennslu á vegum kirkjunnar svo hægt sé að bæta í uppfræðslu og boðun kristinnar trúar fyrir fólk á öllum aldri.
að kirkjan stígi myndarlega fram á svið nýmiðla til þess að segja sögur biblíunnar á áhrifaríkan og eftirminnilegan hátt.
vera öflugur talsmaður þjóðkirkjunnar út á við og tala til fólksins í landinu á stóru stundunum, bæði þegar allt leikur í lyndi og líka þegar á móti blæs.
treysta tengslin við þau sem gegna ábyrgðarstörfum í samfélaginu vegna 64. greinar stjórnarskrárinnar og leggja mitt af mörkum til að þjóðkirkjan axli þá ábyrgð og standi undir þeim skyldum sem fylgja því að vera þjóðkirkja.